Eldabuskan í áskrift
Hvernig virkar þetta?

Hvað eru margir í mat?
Þú velur fjöldann sem mun njóta máltíðanna

Hvenær viltu fá afhent?
Viltu fá afhent á Mánudögum eða Miðvikudögum? Einnig viltu fá máltíðir einu sinni í viku eða á 2 vikna fresti?

Hvað viltu margar máltíðir?
Þú velur fjölda máltíða sem þú vilt fá hverju sinni.

ÞÚ FÆRÐ MATINN OG NÝTUR MEÐ FJÖLSKYLDUNNI
Eldabuskan velur sína bestu rétti og sendir til þín, þú sparar tíma og nýtur þæginda, hollustu og bragðgóðs matar – án fyrirhafnar!
Af hverju áskrift?
- Enginn uppsagnarfrestur – þú getur prófað og sagt upp hvenær sem er
- Tími til að njóta– minna stress, meiri samvera
- Fljótlegur, alvöru matur – eldað af ástríðu, hitað upp á augabragði
- Fjölbreyttar máltíðir– nýir réttir í hverri viku
Spurt og svarað – Áskrift
Hvenær er greiðsla fyrir sendinguna innheimt?
Pöntunin er rukkuð 3 dögum fyrir valinn afhendingardag.
Dæmi: Ef þú ert með skráða sendingu á miðvikudegi, fer rukkun fram á sunnudeginum á undan.
Hvernig segi ég upp áskrift?
Þú getur sagt upp áskrift hvenær sem er, en ekki er hægt að hætta við pöntun sem hefur þegar verið gjaldfærð.
Þar af leiðandi er enginn uppsagnarfrestur.
Hvað ef ég þarf að sleppa einni sendingu?
Það er auðvelt að sleppa sendingu svo lengi sem hún hefur ekki verið gjaldfærð.
Hvað gerist ef ekki tekst að rukka fyrir sendinguna?
Ef greiðsla mistekst, verður reynt aftur daginn eftir. Ef það mistekst aftur, verður gerð önnur tilraun daginn þar á eftir.
Ef greiðsla tekst ekki eftir tvær tilraunir, fellur pöntunin sjálfkrafa niður.