HVERNIG VIRKAR ÞETTA?

Þú velur hvaða rétti þú og þín fjölskylda ætlið að borða í vikunni, við sjáum um undirbúninginn, komum með matinn til þín og svo setur þú réttina í ofninn þegar þið ætlið að njóta. Við sjáum um að taka saman hráefnin og skapa máltíðir sem fá bragðlaukana til þess að dansa. Þegar þú færð matinn er hann tilbúinn til þess að fara í ofninn - við leggjum áherslu á að það geti allt farið inn á sama hitastigi en ekkert lengur en 25 mínútur. 

HVERNIG SKRÁI ÉG MIG INN EÐA BÝ TIL AÐGANG?

Það er ekki þörf á því að skrá sig inn en þegar þú sendir inn pöntun mun netfangið þitt halda utan um pöntunarupplýsingar þínar. 

FÖRGUN UMBÚÐA.

Við hvetjum að sjálfsögðu viðskiptavini Eldabuskunnar að flokka og farga á viðeigandi hátt. Það er einnig hægt að skila umbúðum til bílstjóra þegar hann kemur með næstu sendingu. Athugið að við tökum eingöngu við umbúðum sem hafa verið skolaðar og tilbúnar í viðeigandi förgun.

HVAÐA GREIÐSLUMÁTA BJÓÐIÐ ÞIÐ UPP Á?

Hægt er að greiða með kreditkorti (Visa/Mastercard) og debetkorti, Netgíró, Apple Pay og Google Pay.

HVERT SENDUM VIÐ?

Eimskip er með heimsendingar á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu (Akranes, Selfoss, Hveragerði og Keflavík). 

Pikkolóstöðvarnar eru útbúnar kælikerfi og eru aðgengilegar allan sólahringinn - Þú sækir þegar þér hentar! Ekki er hægt að óska eftir heimsendingu eftir að búið er að senda matinn í pikkolóboxin. 

Pikkolóstöðvarnar eru á eftirfarandi staðsetningum: Byko Breiddin | 200 Kópavogur. Vatnsmýri | 102 Reykjavík. Hlemmur | 105 Reykjavík.

Hægt er að sjá nánar inn á pikkolo.is

SKIPTIR MÁLI Í HVAÐA RÖÐ MÁLTÍÐIRNAR ERU ELDAÐAR?

Ef þú pantar fleiri en eina máltíð þá er það alveg undir þér komið í hvaða röð máltíðarnar eru eldaðar. Pökkunardagur og best fyrir dagsetning eru á límmiðum hvers réttar fyrir sig og geymast máltíðir í 6 daga frá pökkunardegi.

HVAÐ ER PÖNTUNIN LENGI AÐ BERAST FRÁ ÞVÍ AÐ PÖNTUN ER SEND INN?

Okkar markmið er að koma pöntunum til skila eins hratt og hægt er. Við bjóðum upp á að fá pantanir afhentar eftir 72 klukkustundum frá miðnætti þess dags sem pantað er.

HVAÐ Á ÉG AÐ GERA EF PÖNTUNIN SKILAÐI SÉR EKKI?

Þá bendum við þér á að hringja í síma: 6266400 eða hafa samband í gegnum netfangið info@eldabuskan.is og við leysum það í sameiningu

HVENÆR MÁ ÉG BÚAST VIÐ SENDINGU?

Sendingar berast milli klukkan 17 og 22 á afhendingardegi.

HVAÐ EF ÉG ER EKKI HEIMA ÞEGAR SENDINGIN KEMUR?

Bílstjóri okkar hefur samband við þig um leið og hann leggur af stað með matinn til þín. Best er að gera ráð fyrir einhverjum heima á milli 16:00 og 18:00 til þess að taka á móti afhendingunni. En ef illa stendur á er hægt að hafa samband við okkur í síma síma: 6266400 og við finnum út þessu saman.

HVAR FINN ÉG OFNÆMISVALDA OG NÆRINGARGILDI?

Ofnæmisvalda og næringargildi er hægt að finna undir réttum á hverri síðu. Einnig er QR kóði á öllum boxum og þar er hægt að finna viðeigandi upplýsingar.

HVAR GET ÉG FUNDIÐ AFHENDINGARDAG PÖNTUNAR?

Þú hefur fengið staðfestingarpóst þegar þú lagðir inn pöntunina og í honum getur þú séð hvenær pöntunin þín mun berast. Einnig er hægt að hafa samband við okkur í síma: 6266400 eða á info@eldabuskan.is

HVAÐ EF ÉG FÉKK RANGA SENDINGU EÐA SENDINGIN INNIHELDUR EKKI ÞAÐ SEM ÉG PANTAÐI?

Hafðu samband við okkur um leið í síma: 6266400 eða á info@eldabuskan.is og við leysum það saman

HVERNIG HÆTTI ÉG VIÐ PÖNTUNINA MÍNA?

Ekki er hægt að hætta við pöntun ef 72 klst eða minna er í afhendingu. Hægt er að hringja í 6266400 eða hafa samband á netfangið info@eldabuskan.is